Sama myndin af Ingvari E. snúin aftur

Sama myndin af Ingvari E. Sigurðarsyni er snúin aftur.
Sama myndin af Ingvari E. Sigurðarsyni er snúin aftur. skjáskot/Facebook

Sama myndin af leikaranum Ingvari E. Sigurðssyni er aftur farin að birtast á Facebook-síðunni „Sama myndin af Ingvari E. Sigurðssyni á hverjum degi.“ 

Þann 16. júní var þögnin rofin á síðunni en þá hafði myndin ekki birst síðan 27. desember 2018. Aðdáendur síðunnar hafa borið ugg í brjósti og innt eftir mynd af Ingvari síðustu mánuði. Almannatengillinn Andrés Jónsson skrifaði á vegg síðunnar í febrúar og spurði hvort ekkert væri að gerast á árinu. Kalli Andrésar og fleiri aðdáenda hefur verið svarað og voru 500 manns sem líkaði við færsluna. Sumir veltu því fyrir sér hvort sólin væri að fara vel í leikarann eða hvort hann væri í nýrri skyrtu.

Rúmlega 5.700 manns eru aðdáendur síðunnar sem hefur birt sömu myndina af Ingvari E. Sigurðssyni á hverjum degi síðan 2015. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.