Rífur líkamsfarða Kim í sig

Jameela Jamil er ekki hrifin af vörum sem miða að …
Jameela Jamil er ekki hrifin af vörum sem miða að því að breyta líkama kvenna að óþörfu. AFP

Leikkonan Jameela Jamil er síður en svo ánægð með nýjustu snyrtivöru Kim Kardashian, líkamsfarðann víðkunna. 

Jamil skrifar á Twitter við auglýsingu fyrir farðann að hún muni alls ekki kaupa hann. „Fjandinn hafi alla þá vinnu sem maður þarf að leggja á sig til að taka hann af áður en maður fer að sofa svo hann eyðileggi ekki rúmfötin. Ég myndi frekar sætta mig við öll slitförin mín og exemið. Það er nógu mikil vinna að taka af sér maskarann. Sparið peninga og tíma og róið ykkur,“ skrifar Jamil á Twitter.

Jamil hjólar reglulega í auglýsingar sem þessar, sem miða að því að selja konum vörur til að fegra líkama sinn eða breyta honum á einhvern hátt. Hún skammar systur Kim, Khloé Kardashian reglulega fyrir að mæla með vörum frá Flat Tummy. Hún baunaði nýlega yfir fyrirsætuna Amber Rose fyrir að mæla með megrunartei fyrir óléttar konur. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.