Jóhannes Haukur lætur Gandálf heyra það

Jóhannes Haukur fer með hlutverk í kvikmyndinni The Good Liar.
Jóhannes Haukur fer með hlutverk í kvikmyndinni The Good Liar. Eggert Jóhannesson

Jóhannes Haukur Jóhannesson lætur Ian McKellen heyra það í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina The Good Liar.

Jóhannesi Hauki bregður fyrir í nokkrar sekúndur í stiklunni, en bresku leikararnir McKellen og Helen Mirren eru í aðalhlutverkum í kvikmyndinni. Jóhannes vakti athygli á stiklunni á Twitter og skrifaði „Jú jú þau eru þarna. En ég læt gamla manninn heyra það í treilernum. Með rússneskum hreim að sjálfsögðu.

The Good Liar er spennumynd úr smiðju Bill Condon og leikur McKellen skúrkinn í kvikmyndinni. McKellen er að sjálfsögðu best þekktur fyrir hlutverk sitt í Hringadróttinsögu sem galdrakarlinn Gandálfur. Mirren er engin efturbátur McKellen en hún hlaut Óskarsverðlaun í flokki leikkonu í aðalhlutverki árið 2007 fyrir túlkun sína á Elísabet Englandsdrottningu í kvikmyndinni The Queen. 

The Good Liar verður frumsýnd í nóvember næstkomandi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.