Hundi Daniel Sturridge stolið

Sturridge segist tilbúinn að borga hvað sem er til þess …
Sturridge segist tilbúinn að borga hvað sem er til þess að fá hundinn sinn til baka. Samsett mynd

Knattspyrnumaðurinn Daniel Sturridge er allt annað en hress þessa stundina. Hann er staddur í Los Angeles í Bandaríkjunum í fríi og þar brutust þrír menn inn á dvalarstað hans og stálu hundinum hans.

Sturridge fer mikinn í leitinni að hundinum á Instagram og segist tilbúinn að borga hvað sem er, bara ef að hundurinn kemst aftur til hans í heilu lagi.

Á myndbandsupptöku úr öryggismyndavél sem Sturridge birti á samfélagsmiðlinum sjást þrír menn ganga um húsið – og hundurinn var svo á bak og burt. Sturridge og félagar hans voru einungis að heiman í um það bil tvo tíma, að sögn knattspyrnumannsins.

View this post on Instagram

Somebody stole my dog. I’ll pay anything. I want him back.

A post shared by Daniel Sturridge - Dstudge (@danielsturridge) on Jul 9, 2019 at 1:38am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes