Rifjaði upp meint ástarsamband við Karl

Barbra Streisand og Karl Bretaprins voru sögð hafa átt í …
Barbra Streisand og Karl Bretaprins voru sögð hafa átt í stuttu ástarsambandi fyrir 25 árum. Samsett mynd

Bandaríska söng- og leikkonan Barbra Streisand talaði óbeint um meint ástarsamband sitt og Karls Bretaprins þegar hún tróð upp í Lundúnum um helgina að því fram kemur á vef Daily Mail. Hin 77 ára gamla stjarna hitti prinsinn fyrst árið 1974 en tuttugu árum seinna voru þau sögð hafa átt í stuttu ástarsambandi. 

„Ef ég hefði spilaði rétt úr spilunum hefði ég getað orðið fyrsti gyðingurinn til að verða prinsessa,“ sagði Streisand sem birti einnig myndir af blaðagreinum um samband þeirra. „Barbra heillar prinsinn sinn, Karl,“ stóð meðal annars skýrum stöfum. 

Streisand og Karl Bretaprins hittust fyrst árið 1974 við tökur á myndinni Funny Lady. Hún söng síðan á tónleikum á vegum góðgerðarstofnunar Karls tuttugu árum seinna. Sama ár var Bretaprinsinn á ferðalagi um Bandaríkin þar sem hann var sagður hafa átt í nánari kynnum við Streisand. Til þess að ýta undir allt saman var Karl Bretaprins sagður hafa verið með plakat af söng- og leikkonunni uppi á vegg hjá sér þegar hann var ungur og yfir sig hrifinn af henni. 

Árið 1994 voru Karl og Díana prinsessa skilin að borði og sæng en Karl átti þó í sambandi við Camillu, núverandi eiginkonu sína. Streisand gekk hins vegar ekki að eiga núverandi eiginmann sinn, leikarann James Brolin, fyrr en árið 1998. 

Hvorki Streisand né prinsinn hafa staðfest orðróminn um ástarsamband en það er ekki litið svo á að nýjasta útspil Streisand sé staðfesting á þessu meinta ástarsambandi. 

„When the sun begins to sparkle, like that ring on Meghan Markle,“ söng Streisand í opnunarlagi sínu en svo virðist sem breska konungsfjölskyldan hafi verið stjörnunni hugleikin. Auk þess að rifja upp kynni sín af breska prinsinum og líkja sólargeislum við hring Meghan hertogaynju talaði hún fallega um Díönu prinsessu.  

Karl Bretaprins er nú kvæntur Camillu.
Karl Bretaprins er nú kvæntur Camillu. mbl.is/AFP
Barbra Streisand er gift James Brolin.
Barbra Streisand er gift James Brolin. mbl.is/REUTERS
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.