R. Kelly óttast um líf sitt í fangelsinu

R. Kelly í réttarsal í júní.
R. Kelly í réttarsal í júní. AFP

Tónlistarmaðurinn R. Kelly óttast um líf sitt í fangelsinu og er því hafður í einangrun að eigin ósk að því er fram kemur á slúðurmiðlinum TMZ

R. Kelly var handtekinn og færður í fangelsi á föstudag í síðustu viku en hann er ákærður í alls 13 liðum, meðal annars fyrir vörslu á barnaníðsefni. 

Samkvæmt lögmanni hans, Nicole Blank Becker, er R. Kelly hræddur um að aðrir fangar gangi í skrokk á honum vegna þess að hann er sakaður um að hafa beitt stelpur undir lögaldri kynferðisofbeldi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.