Kærasti Katrínar Tönju skeit á sig

Það fór illa fyrir Hoerner á æfingu.
Það fór illa fyrir Hoerner á æfingu. Skjáskot/Instagram

Streat Hoerner, crossfit-kappi og nýjasti tengdasonur Íslands, var heldur óheppinn á æfingu fyrr í sumar, þar sem hann kúkaði óvart í stuttbuxurnar sínar.

Hoerner birti myndband af sjálfum sér útötuðum í skít á Instagram, en þar segir hann einnig frá æfingunni sem hann tók. Hann segir að hann hafi klárað æfinguna, annaðhvort vegna heimsku eða andlegs styrks. Á æfingunni hljóp hann 800 metra, hvíldi sig í eina mínútu og spretti svo 400 metra. Hann var á þriðju umferð af 800 metra hlaupinu þegar atvikið átti sér stað.

Hoerner er kærasti Katrínar Tönju Davíðsdóttur sem stundar einnig crossfit. Þau gerðu samband sitt opinbert á samfélagsmiðlum um helgina. 

Skjáskot/Instagrammbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og þú andir léttar í dag. Mundu bara að þú verður að vera sjálfum þér samkvæmur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og þú andir léttar í dag. Mundu bara að þú verður að vera sjálfum þér samkvæmur.