Swift mæmaði sín eigin lög

Taylor Swift var í miklu stuði.
Taylor Swift var í miklu stuði. mbl.is/AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift var í miklu stuði þegar hún mæmaði eigin lög við mikla hylli partýgesta sinna á laugardaginn. Swift hélt partý til að fagna fólkinu sem hefur hjálpað henni að komast á þann stað sem hún er á í dag. 

Myllumerkið #DrunkTaylor var vinsælt á laugardagsnóttina, þegar myndbönd af tónlistarkonunni í stuði dreifðust um alnetið. Það er ekki alveg víst hvort hún hafi verið drukkin það kvöld, en hún var í það minnsta í góðu fjöri. 

Þetta hefur verið gott ár fyrir Swift. Það er ný plata á leiðinni frá henni í haust, hún var á forsíðu Vogue í september og hún sættist við Katy Perry eftir áralangt rifrildi. Það er því ekki skrítið að hún hafi slett úr klaufunum á laugardagskvöldið. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.