Ólafur minnist Guðrúnar Katrínar

Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir árið 1996.
Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir árið 1996. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, minntist fyrrverandi eiginkonu sinnar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur á Twitter í dag. Guðrún Katrín hefði orðið 85 ára í dag hefði hún lifað en hún lést úr krabbameini árið 1998. 

„Í dag hefði hún orðið 85 ára gömul. Í gær eignaðist elsta ömmustelpan hennar, og nafna, litla stúlku. Sorglegustu atburðir geta leitt af sér gleði vegna nýs lífs,“ skrifaði Ólafur á Twitter. 

Guðrún Katrín fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1934. Hún giftist Ólafi Ragnari árið 1974 stóð við hlið hans allt til dauðadags. Hún var í lykilhlutverki í kosningabaráttu hans til forseta árið 1996 en Ólafur Ragnar var forseti frá árinu 1996 til ársins 2016.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.