Af hverju hvarf Cameron Diaz?

Cameron Diaz hefur ekki leikið í kvikmynd síðan 2014.
Cameron Diaz hefur ekki leikið í kvikmynd síðan 2014. AFP

Leikkonan Cameron Diaz lék í sinni síðustu mynd árið 2014. Síðan þá hefur hún algjörlega dregið sig úr sviðsljósinu. Hún gaf það út árið 2014 að hún væri sest í helgan stein hvað varðar leikferilinn. 

Hún kom eins og þruma úr heiðskíru loft í viðtal við In Style í byrjun mánaðar. Í viðtalinu talar Diaz um að hún hafi orðið fræg þegar hún var 22 ára. Hún hafi því verið í sviðljósinu í 20 ár þegar hún ákvað að taka sér hlé. „Mér líður eins og það sé í lagi fyrir mig að taka mér smá hlé og endurskipuleggja og velja hvernig ég vil koma aftur til baka í heiminn. Ég sakna þess ekki að leika,“ sagði Diaz í viðtalinu.

Heimildarmaður People segir að Diaz hafi aldrei líkað það að vera í sviðsljósinu og að það hafi valdið henni mikilli vanlíðan og stressi. Því hafi hún tekið sér hlé og hefur lifað rólegu lífi ásamt eiginmanni sínum. Hún gekk að eiga tónlistarmanninn Benji Madden árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes