Óþekkjanleg á forsíðu V-Magazine

Billie Eilish prýðir 20 ára afmælisútgáfu V-Magazine.
Billie Eilish prýðir 20 ára afmælisútgáfu V-Magazine. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Billie Eilish er heldur ólík sjálfri sér og sínum fatastíl á forsíðu V-Magazine. Hin 17 ára gamla Eilish prýðir 20 ára afmælisforsíðu tímaritsins.

Fyrst var talið að hún væri í brúðarkjól frá Viktoríu-tímanum en í ljós hefur komið að hún er í skikkju frá Gucci.

Í myndunum í blaðinu er hún þó líkari sjálfri sér með hauskúpusólgleraugu, en hún er þekkt fyrir einstakan stíl sinn. Í viðtalinu segir Eilish að hún hafi alltaf viljað klæða sig svo fólk taki eftir henni, jafnvel áður en hún varð fræg. 

Eilish er aðeins 17 ára gömul og varð fræg þegar hún var 14 ára gömul. Hún deilir því með spyrlinum, Pharrel Williams, að það hafi verið sótt hart að henni þegar hún var að hefja feril sinn. Hún hafi þó aldrei látið neinn ráðskast með sig og reynt að vera eins mikið hún sjálf og hún gat. 

Williams spyr hana hvað sé mesta vitleysan sem hún hefur heyrt um sjálfa sig. Hún segir að staðhæfingar um að hún klæðist víðum fötum til þess að forðast það að verða kyngerð sé algjör vitleysa. Hún segist alls ekki vera hrifin af þannig hrósi um klæðaburð sinn. 

„Ég klæði mig ekki endilega mjög kvenlega, eða stelpulega eða hvað sem það kallast. Ég klæðist víðu drasli og klæðist því sem mig langar. Ég hugsa ekki „Ég ætla að fara í víð föt af því þau eru víð.“ Það er aldrei þannig. Það er meira að ég fer í það sem mig langar til að fara í. En auðvitað halda allir að það sé „Hún er að segja nei við því að vera kyngerð“ og „Hún neitar staðalímyndum um konur.“ Þetta er mjög skrítið því ég veit að það sem ég heyri er jákvætt eða fólk er að reyna að vera jákvætt um hvernig ég klæði mig,“ segir Eilish.

View this post on Instagram

| 𝕾𝖕𝖊𝖑𝖑𝖇𝖔𝖚𝖓𝖉 | When V was born, Y2K’s wave was cresting. 20 years of memorable stories later, we find ourselves at the onset of a new era; one the mystical @billieeilish is weathering with talent and wisdom beyond her years. The 17-year-old has illuminated a bright path for future generations to be their unequivocal selves. Refusing to alter her artistic vision or compromise the integrity of her craft, she embodies the very spirit that has made V the cultural force that it is, and is thus the perfect cover human for our September issue. Of course, a dream like this would not have come true without the artistic vision and depth of @inezandvinoodh paired with the inspiring @pharrell. — Tap the link in bio to read our interview with pop’s most powerful phenomenon, and pre-order the issue now via our Shopify site. — Photography: @inezandvinoodh Fashion: @alexwhiteedits Interview: @pharrell Text: @mathiasrosenzweig Hair: @jamespecis Makeup: @fulviafarolfi Set Design: @marlaweinhoff Casting: @itboygregk — Billie wears cape, top, pants @gucci, necklace (worn as headpiece) @bulgariofficial, ring @tiffanyandco — #V

A post shared by V Magazine (@vmagazine) on Aug 19, 2019 at 6:00am PDT

View this post on Instagram

| 𝕾𝖕𝖊𝖑𝖑𝖇𝖔𝖚𝖓𝖉 | Superstar. Defiant. Gen Z. “Bad Guy.” You just can’t put a label on @billieeilish. Having conquered the music world by breaking every rule imaginable, the 17-year-old superstar is redefining success as she navigates it, experiencing both the beauty and gore of fame. This year, she became the third woman in history to achieve multiple No. 1 alternative singles via Billboard—sharing company with the likes of Alanis Morissette and Sinead O’Connor. With the world at her talon-like fingertips, the star opens up about art, clairvoyance, and sleep paralysis. Tap the link in our bio to read her full interview with @pharrell from the pages of #V121, available for pre-order now. — Photography: @inezandvinoodh Fashion: @alexwhiteedits Interview: @pharrell Text: @mathiasrosenzweig Hair: @jamespecis Makeup: @fulviafarolfi Set Design: @marlaweinhoff — Billie wears jacket @_namilia_, sweater and top @activity_clothing, necklaces @chromeheartsofficial, sunglasses #KayleighSnowden — #V

A post shared by V Magazine (@vmagazine) on Aug 19, 2019 at 7:18am PDT




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes