Hangover-stjarna sækir um skilnað

Rachael Harris hefur sótt um skilnað.
Rachael Harris hefur sótt um skilnað. Skjáskot/Twitter

Leikkonan Rachael Harris hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Christian Hebel eftir aðeins 4 ára hjónaband. Harris er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í The Hangover en hefur einnig leikið í þáttunum New Girl, Suits og Lucifer.

Harris og Hebel gengu í það heilaga í maí 2015. Þau eiga tvö börn saman, Henry fæddan árið 2016 og Otto fæddan árið 2018. 

Harris hætti við að koma fram á viðburði tengdum þáttum hennar, Lucifer, í síðustu viku vegna persónulegra ástæðna, en hún er einn af aðalleikurum þáttanna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.