Freeman breytti lokaatriði The Shawshank Redemption

Leikarinn Morgan Freeman fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni.
Leikarinn Morgan Freeman fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni. AFP

Stórleikarinn Morgan Freeman var ósammála leikstjóra myndarinnar The Shawshank Redemption, Frank Darabont, um hvernig sagan ætti að enda. 

Freeman fór með hlutverk fangans Ellis „Reds“ Redding í myndinni. Á móti honum lék Tim Robbins fangann Andy Dufresne. Í lok sameinast þeir vinirnir, loksins frjálsir í Mexíkó.

„Frank fannst að ég ætti að vera að spila á munnhörpuna sem Andy gaf mér. Og ég sagði nei,“ sagði Freeman í viðtali við Daily News. Honum fannst það vera klisjukenndur endir og hreinlega of mikið. Í staðinn sneri Robbins, í hlutverki Dufresne, sér við og sá Red nálgast sig í látlausri senu. 

Í ár eru 25 ár síðan The Shawshank Redemption kom út. Myndin fékk ekki mikla athygli þegar hún kom í kvikmyndahús og miðað við aðrar stórmyndir seldust ekki miðar fyrir miklar fjárhæðir. 

Þegar myndin kom hins vegar út á dvd fór hún að njóta mikillar hylli og er í dag í 1. sæti á lista IMDb yfir bestu myndir allra tíma.

Freeman sagði einnig í viðtalinu að hann hefði viljað leika hvaða hlutverk sem var í myndinni. Hann las handritið og sagði umboðsmanni sínum að það skipti ekki máli hvaða hlutverk hann færi í prufur fyrir. 

Viðbrögð Robbins voru svipuð eftir að hann las handritið og sagði það vera það besta sem hann hefði lesið. Myndin er byggð á bók eftir Stephen King, „Rita Hayworth and the Shawshank Redemption“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson