Buðu Auði á rúntinn og negldu þetta

Auður mun sjá um tónlistina í Kópavogskrónikunni.
Auður mun sjá um tónlistina í Kópavogskrónikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Auður mun semja tónlist við leikverkið Kópavogskrónika, sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í mars á næsta ári. Silja Hauksdóttir leikstýrir en Ilmur Kristjánsdóttir leikur aðalhlutverk. Leikgerð þeirra er eftir vinsælli bók Kamillu Einarsdóttir. Kópavogskrónikan sló óvænt í gegn þegar hún kom út fyrir síðustu jól.

Kamilla Einarsdóttir þótti skrifa einstaklega hispurslausan, hráan og jafnvel grófan texta þar sem kaldhæðni sveif yfir vötnum en líka miklar og djúpar tilfinningar. Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksdóttir heilluðust svo af sögunni að þær urðu að koma verkina á svið. Í ferlinu kom nafn tónlistarmannsins Auðar aftur og aftur upp í spjalli þeirra um verkið og á endanum fór það svo að þær buðu honum í bíltúr.

„Það er eitthvað í tónlistinni hans, þessi hráleiki en samt mýkt, sem okkur fannst ríma svo vel við verkið. Við hlustuðum mikið á hann þegar við vorum að vinna leikgerðina og því sannfærðari urðum við um að hann væri rétti. Við buðum honum því í bíltúr og rúntuðum saman um höfuðborgarsvæðið og að sjálfsögðu Kópavoginn og í því spjalli fundum við strax að við tengdum svo viðhandsöluðum þetta bara í baksýnisspeglinum. Hann kallaði okkur líka „nettar“ úr aftursætinu og þá urðum við alveg gersigraðar,“ segir Silja.

Auður bætist þar með í hóp þeirra frábæru tónlistarmanna sem munu semja og flytja tónlist við leikverk Þjóðleikhússins í vetur. Þar má telja sjálfan Damien Rice sem semur lag fyrir Ör, Jón Jónsson og Frikki Dór semja fyrir Shakespeare verður ástfanginn en tónlistarkonan GDRN mun flytja tónlistina og taka þátt í sýningunni.

Pétur Ben semur tónlist fyrir Brúðumeistarann, Gísli Galdur fyrir Atómstöðina, Valgeir Sigurðsson fyrir Meistarann og Margarítu svo fáir séu nefndir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson