Aðeins eitt ár í bransanum

24/7 gaf út sína fyrstu plötu um daginn. Hægt er …
24/7 gaf út sína fyrstu plötu um daginn. Hægt er að fylgjast með honum á instagram undir nafninu tuttuguogfjorir. Ljósmynd/Aðsend

Fyrir rúmri viku gaf tónlistarmaðurinn 24/7 út sína fyrstu plötu, FM 24/7. Fyrr á árinu gaf 24/7, sem heitir réttu nafni Hafþór Sindri og er 23 ára gamall, út smáskífu af plötunni sem kallast Pening strax og naut mikilla vinsælda á streymisveitunni Spotify.

„Ég vann að plötunni ásamt öðru í u.þ.b. ár,“ segir Hafþór. Hann segist hafa unnið að tónlist í nokkuð langan tíma en ekki tekið tónlistina alvarlega fyrr en síðasta árið, eða allt frá því hann gaf út lag og tónlistarmyndband með tónlistarmanninum Birgi Hákoni í fyrra en Birgir Hákon kemur einnig fram með 24/7 á fyrrnefndri smáskífu.

Spurður segist Hafþór ekki viss hvað taki við eftir útgáfu plötunnar. „Ég ætla bara að hafa gaman af þessu á meðan þetta endist og sjá hvað gerist,“ segir hann um framhaldið á ferlinum. Hann heldur útgáfutónleika á Prikinu í kvöld, laugardag, og stígur á svið um miðnætti.

Nýja platan hefur notið þónokkurra vinsælda og segir Hafþór þær ekki hafa komið sér á óvart. „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég skoða hvað platan er komin með mörg streymi á Spotify. En innst inni bjóst ég alveg við þessu.“

Hafþór vann ekki einn að plötunni en hann reiðir sig á aðra varðandi taktana fyrir lögin. „Ég vann mest með þeim Ízleifi og Marteini [Bngrboy] að þessari plötu,“ segir hann en einnig koma þónokkrir landsþekktir tónlistarmenn fram á plötunni eins og þeir Joey Christ og Birnir svo einhverjir séu nefndir.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka