Frú Rooney sakar aðra fótboltafrú um leka

Coleen Rooney og Rebekah Vardy eru ekki sáttar við hvor …
Coleen Rooney og Rebekah Vardy eru ekki sáttar við hvor aðra þessa dagana. AFP

Fótboltafrúin Coleen Rooney sakar aðra fótboltafrú, Rebekuh Vardy, um að leka sögum í breska slúðurmiðilinn The Sun. Rooney greinir frá því á samfélagsmiðlum sínum að upplýsingar af persónulegri instagram-síðu sinni hafi birst hjá The Sun og vill hún meina að Vardy hafi lekið upplýsingunum. 

Coleen Rooney er gift knattspyrnustjörnunni Wayne Rooney en Rebekah Vardy er gift knattspyrnustjörnunni Jamie Vardy auk þess sem hún hefur komið fram í sjónvarpi. 

Frú Rooney segir að ótrúlega mikið af upplýsingum um hana, fjölskyldu hennar og vini hafi lekið til The Sun. Rooney grunaði ákveðna manneskju og segist hafa gert tilraun. Hún lokaði á alla nema einn aðila. Síðustu fimm mánuði segist hún hafa birt lygasögur á instagram-síðu sinni. Þessar sögur rötuðu rétt eins og áður í fjölmiðilinn. Að lokum greinir hún frá því að Rebekah Vardy hafi ein haft aðgang að þessum lygasögum og hljóti þar með að hafa lekið sögum í The Sun. 

Frú Vardy sem er ólétt svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum sínum. Hún segist þurfa fá sér lögfræðing þar sem hún geti ekki höndlað þetta stress eins ólétt og hún er. 

Í færslu sinni neitar frú Vardy að hafa selt sögurnar, hún þurfi ekki á peningunum að halda. Segist hún hafa óskað þess að frú Rooney hefði talað við sig um leið og þetta gerðist. Hún hefði getað breytt lykilorði sínu og þær leyst þetta saman. Vill frú Vardy meina að hún sé ekki eina sem hefur haft aðgang að samfélagsmiðlum sínum. Hún segir auk þess að blaðamenn geti staðfest það að hún neiti að tala um mál frú Rooney. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.