Enn og aftur sögð hafa fyrirgefið Rooney

Fótboltakappinn Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen.
Fótboltakappinn Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen. Skjáskot Instagram / Coleen Roney

Coleen Rooney er afar þolinmóð eiginkona og er hún sögð hafa fyrirgefið Wayne Rooney vesenið að undanförnu. Knattspyrnukappinn hefur gert lítið annað en að koma sér í fréttir fyrir drykkjulæti það sem af er ári. 

Í byrjun árs kom í ljós að kappinn hefði verið handtekinn fyrir ölvun og óspektir á almannafæri um miðjan desember. Á dögunum birti The Sun frétt um tíu klukkutíma drykkju Rooney í Flórída og er hann meðal annars sagður hafa farið einn í bíl með afgreiðslustúlku á bar og farið með henni á annan bar. Eitt og hálft ár er síðan Rooney var tekinn fyrir ölvunarakstur í bíl með annarri konu. 

Coleen sást með giftingarhringinn á sér í Washington í gær að því er kemur fram á vef Daily Mail. Samkvæmt heimildum vefjarins sannfærði Wayne Rooney konu sína um að hann hefði ekki gert neitt af sér í Flórída. Hin 33 ára gamla fjögurra barna móðir ætlar sér nú að fara í frí með börnunum og ætlar að skilja föður þeirra eftir einan í Washington. 

„Hann er ekki í neinu veseni þegar kemur að Coleen. Þau eru mjög góð,“ sagði heimildarmaður. „Hann útskýrði allt fyrir henni varðandi nóttina og sagði að hann hefði bara verið að drekka með vinum og hafði lítið að gera með konuna.“

The Sun greindi hins vegar frá því að Coleen ætti afar erfitt og væri búin að loka sig af. „Coleen er svo einmana og nálægt því að gefast upp, hvernig getur hún horft framan í fólk þegar hann heldur áfram að verða henni til skammar.“

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efnislegum gæðum þótt gagnleg séu. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efnislegum gæðum þótt gagnleg séu. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný.