Nýtt gamalt frá Bang Gang

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. Ljósmynd/Skjáskot

Lagið var smáskífa af fyrstu plötu Bang Gang og fékk þónokkra spilun á sínum tíma á Íslandi, Frakklandi og víðar. Leikstjóra myndbandsins, Uglu Hauksdóttur, er gjarnan talin einn fremstu ungu leikstjórum Íslands. Útgáfan er gerð af tilefni afmælis þriggja platna Bang Gang í fyrra og væntanlegri vinyl útgáfu á þessu ári.

Lagið er klassískt 90‘s electro pop og var bandinu jafnvel nefnt sem eitt af fáum „trip-hop“ böndum sem Ísland hefur alið. Lagið fékk nýtt líf í kvikmynd Sólveigar Anspach, The Aqua Project (L'effet aquatique) en þar hljómaði það bæði á klúbbi og eins lék Barði lagið sem trúbador í einni senu, en sú útgáfa mun einnig koma út sem aukaefni á „acoustic covers and remix“ útgáfu sem er væntanleg.

Lagið fær nýtt myndrænt líf með augum Uglu Hauksdóttur, sem er útskrifuð úr Columbia University var valin besti kvenleikstjórinn af Directors Guild of America fyrir stuttmyndina How far she went 

Ugla leikstýrði þáttum í Ófærð 2 og hefur unnið að ýmsum verkefnum. Myndbandið er annar hluti af trílógíu en fyrsta myndbandið kom út í vor og var við lagið „Follow“. Í „Sacred Things“ heldur sagan áfram.

„Það var mjög sérstakt að gera tónlistarmyndbönd við lög sem komu út fyrir svona mörgum árum en á sama tíma fannst mér það virkilega spennandi. Sjálf hef ég hlustað á Bang Gang síðan bandið gaf út sitt fyrsta lag. Fyrir mér var mikilvægt að vinna með arfleifð bandsins og bjó því til ímyndaða karaktera byggða á Barða og Esther Thalíu [söngkonu] sem kynnast fyrst sem krakkar í Follow, eru síðan ástfangnir táningar í Sacred Things og loks fullorðin í Ghost from the Past þar sem leiðir skiljast.“

Aðalhlutverk leika Melkorka Davíðsdóttir Pitt og Styr Júlíusson.

Hljómsveitin Bang Gang hefur verið starfandi í yfir 20 ár og hafa plötur sveitarinnar verið  gefnar út um allan heim auk þess sem sveitin hefur leikið víða. Sveitin er hugarfóstur Barða Jóhannssonar en fjölmargir tónlistarmenn hafa komið að plötunum.

Annars er nóg að gera hjá Barða því fyrir skömmu var afhjúpuð forláta stytta af kappanum í Rokksafni Íslands og um helgina stendur hann fyrir 24 klukkustunda löngu drónjóga á Húsavík. Þar koma fram listamenn á borð við Sin Fang, Julianna Barwick, Barða sjálfan og Melissa Auf Der Maur (Smashing Pumpkins, Hole).  

Hér er myndbandið við Follow sem kom út fyrir skömmmu.

Barði á sviði með sveitinni.
Barði á sviði með sveitinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes