Verðskulduð uppskera

Nanna Kristín Magnúsdóttir.
Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona fædd 9. maí 1974

Elsku hjartað mitt. Það er svolítið magnað hve margar merkar konur bera nafnið Nanna svo ég ætla að byrja á að óska þér til hamingju með það. Þú ert fædd á þeim merkilega degi 9.maí árið 1978 og ef þú reiknar tölurnar þínar saman er útkoma þeirra talan þrjátíu og fimm, en summan af þeim gefur okkur töluna þína, sem er átta.

Átta er tákn lífs og dauða eða eilífðarinnar og hún gefur þeim sem hana ber heilmikinn kraft. Tölunni er einnig tengdur ótrúlegur húmor og hægt að segja að orðheppni sé séreinkenni þeirrasem eru svoheppnir að vera áttur.

Þú, kæra mín, ert búin að lifa ansi hröðu lífi, miklar sviptingar og breytingar hafa átt sér stað á vegferð þinni án þess að þú hafir haft nokkurn grun um það stuttu áður hvað væri í kortunum þínum. Eina leiðin fyrir þig til þess að halda tíðninni þinni í jafnvægi er að hanga heima. Þá á ég svo sannarlega ekki við að þú gerist heimavinnandi húsmóðir því það myndi ekki henta þér.

Þú þarft nefnilega svolítið að vera allt í öllu og nærist almennt á orðakristöllum fólks. Þú verður svona eins og rafmagnsbíll í hleðslu þegar þú ert í góðri hópvinnu með skapandi fólki en þess á milli ertu svolítill hellisbúi sem vill helst slökkva á dyrabjöllunni og setja símann inn í frysti. Tilfinningar æða yfirleitt áfram hjá þér á ógnarhraða og þessv egna sérðu allt litrófið í veröldinni.

Þú átt það líka til að berja þig niður með óraunhæfri gagnrýni, læsa orkunni og hugsa að allt sé ómögulegt og þú gerir ekki nokkurn skapaðan hlut rétt. Þetta er sterkur hluti af áttunni og þar af leiðandi þarftu að halda góðu flæði og passa vel uppá þig. Þú ert nefnilega ekki bara talan átta heldur er tala ársins einnig átta. Þá gætirðu mögulega lent í að hlaupa aðeins of hratt og þá er bara að muna að fara inn í hellinn, hvíla sig örstutta stund og halda svo aftur af stað. Þú hefur átt mjög erfitt en þroskandi líf að mörgu leyti og mér finnst eins og ég geti sagt að þú sért mjög þakklát fyrir vegferð þína. Þú ert búin að plægja akurinn í 45 ár og núna er verðskulduð uppskera allt í kring.

Það er sérstakur kraftur yfir árinu 2020 sem gefur þér nýtt upphaf að skemmtilegum áskorunum. Þú átt eftir að tengjast víðs vegar um heiminn og munt elska það.

Hugrekki er eitt af því sem einkennir þig og þú ert mjög tilfinningarík og djúp sál. Langflestir stjórnmálamenn eru sem dæmi meðtöluna átta vegna þess að það þarf hugrakkt keppnisfólk í pólitík sem lætur ekki skít og drullu frá meðalmanninum buga sig. Notaðu því þetta stórkostlega hugrekki þitt tilað hafa áhrif á heiminn.

Ást – Sigga Kling

Stjörnumerki Nönnu Kristínar er naut.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.