Airwhales-hátíðin haldin í fyrsta sinn á Hlemmi Square

Hátíðin fer fram á Hlemmur Square.
Hátíðin fer fram á Hlemmur Square. mbl.is/Styrmir Kári

Tónlistarhátíðin Airwhales verður haldin í fyrsta sinn helgina 7.-9. nóvember frá kl. 16 til miðnættis á hótelinu Hlemmur Square að Laugavegi 105 og verður aðgangur ókeypis. Markmiðið með hátíðinni er að koma listamönnum sem eru frá eða búa á Íslandi á framfæri, skv. tilkynningu. „Við trúum á tónlistarsenuna í Reykjavík og finnst að þetta tónlistarfólk eigi að fá sjálfstætt svið til að koma tónlist sinni á framfæri og fá tækifæri til að deila þessari helgi og byggja brýr til annarra landa. Airwhales er fyrir alla. Alla listamenn sem taka þátt, og alla þá sem hlusta. Við erum að taka bylgjurnar aftur til okkar. Málstaður okkar kemur frá hjartanu,“ segir í tilkynningu og að boðið verði upp á yfir 20 tónlistarmenn, plötusnúða og aðra listamenn í fyrrnefnda þrjá daga. Hátíðin er í samkeppni við stærstu tónlistarhátíð á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningunni og er þar átt við Iceland Airwaves sem haldin verður 6.-9. nóvember.

Meðal listamanna sem koma fram eru Jelena Ciric, Gugusar, Skauti, MSEA, Dead Bird Lady, David Rist, supersport, Ottoman, Skoffín, S.hel, Regn., Marteinn Sindri, Sinah, Salóme Katrín og Reykjavik on Stage.

Um Hlemm Square segir að hótelið sé stoltur 0bakhjarl margra listahátíða og viðburða í Reykjavík og að á jarðhæðinni sé reglulega boðið upp á tónlistar- eða listviðburði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes