Algjör bomba á sjötugsaldri

Melanie Griffith birti þessa speglasjálfu af sér á Instagram.
Melanie Griffith birti þessa speglasjálfu af sér á Instagram. skjáskot/Instgram

Leikkonan Melanie Griffith birti mynd af sér á Instagram í vikunni sem sýnir að leikkonan er í hörkuformi þrátt fyrir að vera á sjötugsaldri. Griffith sem sló fyrst almennilega í gegn fyrir rúmlega 30 árum varð 62 ára í sumar. 

Er Griffith í stóru og flottu fataherbergi í hælaskóm og svörtum nærfötum á myndinni. Griffith reyndist vera að vekja athygli á nærfatalínu sem gefur hluta af kaupum til góðgerðarmála. Það verður þó að segjast að það er ekki á hverjum degi sem kona á sjötugsaldri auglýsir nærföt. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.