Skrekkur hefst í kvöld

Sigurvegararnir úr Árbæjarskóla fögnuðu vel eftir sigurinn í fyrra.
Sigurvegararnir úr Árbæjarskóla fögnuðu vel eftir sigurinn í fyrra. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, fer fram dagana 4., 5. og 6. nóvember klukkan átta í Borgarleikhúsinu. Fulltrúar átta grunnskóla í Reykjavík keppa á sviðinu á hverju undanúrslitakvöldi með það að markmiði að komast á lokahátíðina. 

Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi árin 2018 og 2017 en að þessu sinni keppa 24 grunnskólar um sigurinn. Hægt er að fylgjast með vefútsendingu á UngRúv en úrslitakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV 11. nóvember. 

Í ár taka 600 unglingar þátt í frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun, ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu.

Dómnefnd í undanúrslitum skipa þau Greta Salóme, Donna Cruz, Ernesto Camilo, Viktor Örn og Sigfríður Björnsdóttir, formaður dómnefndar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.