Tilviljun að kærastinn sé 21 ári yngri

Helena Bonham Carter segir aldursmuninn vera tilviljun.
Helena Bonham Carter segir aldursmuninn vera tilviljun. AFP

Leikkonan Helena Bonham Carter segir að það sé algjör tilviljun að núverandi kærasti hennar sé 21 ári yngri en hún. Bonham Carter fer nú með hlutverk Margrétar prinsessu, systur Elísabetar Englandsdrottningar, í The Crown. 

Bonham Carter er 53 ára og kærasti hennar, rithöfundurinn Rye Dag Holmboe, er 32 ára.

Líkt og áhugafólk um bresku konungsfjölskylduna veit átti Margrét prinsessa í ástarsambandi við garðyrkju- og tónlistarmanninn Roddy Llewellyn sem var 17 árum yngri en hún. Í þriðju seríu af The Crown fylgjumst við með hjónabandi Margrétar og Antony Armstrong-Jones líða undir lok og ástarsambandi Margétar og Llewellyn hefjast.

Bonham Carter segir þessi líkindi milli hennar og persónu hennar í þáttunum vera algjöra tilviljun. „Það skrítið samt. Þetta var skrítin tímasetning að aldursbilið sé svipað hjá mér og henni, en ég held að það hefði samt gerst hvort sem ég var að fara með hlutverk hennar eða ekki,“ segir Bonham Carter.

Leikkonan sagði að hún hefði engar áhyggjur af aldursmuninum. „Allir eldast á mismunandi hraða. Kærastinn minn er ótrúlega þroskaður. Hann er gömul sál í ungum líkama, hvað meira get ég beðið um? Sumir eru hræddir við eldri konur, en hann er það ekki. Konur geta verið mjög kraftmiklar þegar þær eru eldri. Af hverju getum við ekki verið kynferðislega aðlaðandi einmitt þegar eggin okkar eru útrunnin? Það er í rauninni miklu skemmtilegra því við erum lausar við hræðsluna, það eru engar afleiðingar, þetta er bara allt til gamans gert,“ sagði Bonham Carter í viðtali við The Times.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes