Clinton heimsótti Meghan í Frogmore Cottage

Clinton og Meghan hittust á heimili Meghan.
Clinton og Meghan hittust á heimili Meghan. Samsett mynd

Fyrrverandi forsetafrúin Hillary Clinton heimsótti Meghan hertogaynju í Frogmore Cottage á þriðjudaginn í þessari viku. 

Þetta var í fyrsta skipti sem þær Clinton og Meghan hittast en sú síðarnefnda bauð forsetafrúnni að heimsækja sig. Samkvæmt heimildum The Daily Mail féllust þær í faðma áður en þær eyddu síðdeginu saman. 

Sagt er að þær hafi náð vel saman og meðal annars rætt bréf sem Meghan sendi Clinton þegar hún var 11 ára gömul þar sem hún óskaði eftir að auglýsing fyrir uppþvottalög sem gerði lítið úr konum yrði fjarlægð. Clinton hitti einnig Harry Bretaprins og 7 mánaða gamla son þeirra Archie. 

Clinton ræddi í viðtali við BBC Radio 5 snemma á þriðjudag um árásir breskra slúðurblaða á Meghan eftir að hún flutti til Bretlands. „Guð minn góður, mig langar að faðma hana. Mér líður eins og móður sem langar bara til að faðma hana. Mig langar að segja henni að standa þetta af sér og ekki láta vonda fólkið draga sig niður,“ sagði Clinton. 

Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi er nú á túr um heiminn að kynna bók sína, The Book of Gutsy Women sem hún skrifaði ásamt dóttur sinni Chelsea. Clinton sagði að það eina sem Meghan hafi gert af sér væri að verða ástfangin og vilja stofna fjölskyldu. 

„Hún hefur farið sínar eigin leiðir. Hún varð ástfangin, hann varð ástfanginn af henni og allir ættu að fagna því af því þetta er sönn ástarsaga. Maður sér það þegar maður horfir á þau,“ sagði Clinton. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson