Mynd Hildar nálgast milljarð dala

Joaquin Phoenix í hlutverki Jókersins.
Joaquin Phoenix í hlutverki Jókersins.

Kvikmyndin Jókerinn hafði halað inn 990 milljónir dala fyrir þessa sýningarhelgi. Fullvíst má telja að milljarðasti dalurinn verði greiddur í aðgangseyri næstu daga. Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir kvikmyndina.

Tekjur myndarinnar í Bandaríkjunum nema 316 milljónum dala en 673 milljónum dala utan landsins.

Bretland hefur verið gjöfulasti markaðurinn utan Bandaríkjanna. Þar nálgast tekjurnar 70 milljónir dala.

Meðal kvikmynda sem Hildur hefur samið tónlist við er Sicario: Day of the Soldado. Hún vakti mikla athygli fyrir tónlistina í þáttaröðinni Chernobyl.

Hildur Guðnadóttir tónlistarkona.
Hildur Guðnadóttir tónlistarkona.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson