Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna

Hildur Guðnadóttir tónlistarkona hefur hlotið mikið lof fyrir tónsmíðar sínar …
Hildur Guðnadóttir tónlistarkona hefur hlotið mikið lof fyrir tónsmíðar sínar við þættina Chernobyl og er nú tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir verkið.

Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna 2020 fyrir tónlist sína við sjónvarpsþáttaröðina Chernobyl, en tilnefningarnar voru kynntar í dag. Hildur er tilnefnd fyrir bestu tónlist í sjónrænum miðlum, en sá flokkur nær yfir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tölvuleiki.

Tónlist Hildar í þáttunum geysivinsælum um Chernobyl hefur hlotið mikið lof og hefur hún þegar hlotið Emmy-verðlaun og World Soundtrack-verðlaun fyrir hljóðverkið, sem Hildur skapaði með hljóðum úr kjarnorkuveri og eigin rödd, en engum hljóðfærum, eins og hún lýsti í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í sumar.

Auk þess að hljóta verðlaun og tilnefningar fyrir tónlistina í Chernobyl hefur tónlist Hildar í stórmyndinni um Jókerinn einnig vakið athygli síðan myndin kom út í lok sumars.

Grammy-verðlaunin verða afhent 26. janúar, en hér að neðan má heyra eitt lag úr hljóðverki Hildar í Chernobyl-þáttunum.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes