Föðurbróðir Meghan skýtur föstum skotum

Fjölskylda Meghan hertogaynju af Sussex hefur verið dugleg að tjá …
Fjölskylda Meghan hertogaynju af Sussex hefur verið dugleg að tjá sig í fjölmiðlum. AFP

Meghan hertogaynja af Sussex, eiginkona Harry Bretaprins, er ekki hætt að finna fyrir gagnrýni frá fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum. Nú hefur Mike Markle, föðurbróðir Meghan, stigið fram að því fram kemur á vef Daily Mail. Frændinn er ekki ánægður með hegðun bróðurdóttur sinnar. 

Mike Markle er sagður hafa hjálpað Meghan að komast í starfsþjálfun í bandaríska sendiráðinu í Argentínu þegar hún var í háskóla. „Ég hef örugglega gert meira fyrir hana en flestir aðrir. Ég persónulega talaði við sendiherrann í Argentínu fyrir hana. Ég hjálpaði henni og bað ekki um neitt í staðinn.“

„Meghan hefur klifrað upp þjóðfélagsstigann og skilið okkur eftir — þannig líður mér,“ segir frændinn sem er áttræður og býr í hjólhýsahverfi í Florída. 

Segir pabba Meghan hafa dekrað við hana

Frændinn segir að Meghan sé með sterkan persónuleika og það sé föður hennar að kenna, hann hafi dekrað við hana. Segir hann bróður sinn hafa gefið sér meiri tíma til að sinna Meghan en hinum börnum sínum, hjálpað henni með skóla og ýmislegt. „Hún er prímadonna af því að hann kom svo ótrúlega vel fram við hana,“ segir frændinn. 

Telur hann að þessi persónuleiki sé ástæða þess að starfsfólk hennar hafi talið hana „erfiða“. Hann telur að bakgrunnur Meghan sé ástæða þess að henni líði eins og hún sé ekki nógu góð. Það geti verið ástæða þess að Meghan og Katrín hertogaynja hafa ekki náð saman. 

„Meghan er óþroskuð á margan hátt. Mér finnst það vegna þess hvernig hún lætur — ekki bara í garð fjölskyldu sinnar heldur einnig í garð annarra.“

Fékk ekki boð í brúðkaupið

Mike Markle var ekki boðið í brúðkaupið en tekur það ekki nærri sér þar sem Meghan bauð ekki mörgum. „Það hefði verið ágætt fyrir hana að hafa einhverja í fjölskyldu sinni í brúðkaupinu en ég skil hana ekki, ég er ekki í samskiptum við hana af því mér skilst að þau taki ekki við pósti í höllinni. Ég veit ekki hvað ég ætti að segja við hana ef ég gæti skrifað henni. Það er hennar að taka fyrsta skrefið hvað mig varðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes