Jólaspá Meyjunnar: Ný uppskera í vændum

mbl.is

Elsku hjartans Meyjan mín, það er mikið búið að vera að gerast í kringum þig og þú ert búin að hugsa sterkt til fortíðar og jafnvel til þeirra sem eru fallnir frá og þó að orkan þín sé góð ertu eitthvað svo meyr.

Þú elskar þegar allt er á hreinu og stöðugt en óróleikinn getur sett allt úr skorðum. Það er svo á hreinu að það sem er búið er búið og núna er tími að skoða að það er að koma ný uppskera, val og góð útkoma fyrir þá sem eru í prófum, eða öðrum áskorunum.

Þér mun líða vel og er það ekki allt sem við erum að leitast eftir, það er í raun og veru líðan? Skoðaðu mjög vel hvernig þér líður og hvað þú getur gert til að líða betur, því lausnin að svo mörgu er alveg beint fyrir framan þig.

Þetta verður að mörgu leyti besti mánuðurinn á árinu og þér mun finnast þú hafir unnið einhverskonar lottóvinning og vina- og fjölskyldutengingar munu eflast og þú munt finna svo vel í hvaða ramma þú passar.

Fyrir þá sem eru á lausu og eitthvað er búið að vera að gerast í þeim málum þá mun það eflast og dafna, en ekkert nýtt eða það sem kemur á óvart er á döfinni. En það eru svo stórkostlegar tengingar í ástina svo leyfðu þér að slaka á og njóta, þú berð ekki ábyrgð á öllu eða öllum og fólk bjargast alveg þó að þú bjargir því ekki.

Þetta er mánuður sem gefur hlýju, nýjar tengingar, upplifanir og bjartsýni, sérstaklega í því sem tengist fjármálum því þar verðurðu heppin.

Jólaknús til þín!

Sigga.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Leystu fyrst þinn vanda og þá rekst allt hitt í kjölfarið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Leystu fyrst þinn vanda og þá rekst allt hitt í kjölfarið.