Hélt fram hjá með 18 konum á 1 ári

Kat Von D var meðal annars með Jackass-stjörnunni Steve-O.
Kat Von D var meðal annars með Jackass-stjörnunni Steve-O. mbl.is/COVER

Húðflúrarinn Kat Von D segir að einn fyrrverandi maki hennar hafi haldið fram hjá henni með 18 mismunandi konum á einu ári. 

Von D spjallaði við leikkonuna Önnu Faris í hlaðvarpsþætti þeirrar síðarnefndu. Þar ræddu þau um fyrrverandi maka sína og framhjáhöld þeirra. Hvorki Von D né Faris greindu frá því hvaða fyrrverandi maka sína þær voru að tala um. 

Von D hefur verið með nokkrum þekktum mönnum, þeim Nikki Sixx, Deadmau5, Steve-O og Jesse James. Faris var gift leikaranum Chris Pratt og einnig Ben Indra. 

„Áður en ég giftist eiginmanni mínum var ég bara með drullusokkum. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hafi farið á almennilegt stefnumót. Er það sorglegt?“ sagði húðflúrarinn. 

„Ég var með manni sem hélt stöðugt fram hjá mér. Ég veit ekki einu sinni hvernig það er líkamlega hægt að sofa hjá svona mörgu fólki,“ sagði Von D og á við fyrrverandi maka sinn sem hún segir að hafi sofið hjá 18 manneskjum á einu ári. 

„Ég held að ég hafi verið í smá afneitun. Ég vildi að þetta hefði verið raunverulegt en það var það ekki. Ég er vonlaus rómantíker,“ sagði Von D.

Anna Faris.
Anna Faris. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar í lífi þínu. Sýndu þolinmæði og þá mun allt leysast farsællega. Sinntu hjálparbeiðni gamals vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar í lífi þínu. Sýndu þolinmæði og þá mun allt leysast farsællega. Sinntu hjálparbeiðni gamals vinar.