Segir að Anna hafi ekki hunsað Trump

Anna prinsessa sést hér hlæjandi með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, …
Anna prinsessa sést hér hlæjandi með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

„Anna prinsessa hunsaði ekki Trump-hjónin og drottningin lét hana ekki heyra það í kjölfarið.“ Þetta skrifar Valentine Low, blaðamaður breska blaðsins The Times, á Twitter en töluvert var gert úr því í gær að prinsessan hefði ekki heilsað Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Meint atvik átti sér stað þegar Elísabet drottning og Anna heilsuðu leiðtogum ríkja Atlantshafsbandalagsins í Buckingham-höll í London á þriðjudagskvöld. Leiðtogarnir voru þangað komnir vegna fundahalda í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins.

Low útskýrir að drottningin hafi heilsað bandarísku forsetahjónunum og í framhaldinu snúið sér að Önnu dóttur sinni til að sjá hver væri næstur í röðinni en þá kom í ljós að Trump var síðasti leiðtoginn til að heilsa drottningunni.

Anna hafi þá lyft höndum upp í loft hlæjandi og sagt að drottningin ætti bara eftir að taka í höndina á henni og starfsfólkinu í höllinni.

Low bætir því við að þetta sé sannleikurinn þó það hljómi ef til vill betur að Anna hafi yppt öxlum og sleppt því að heilsa Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes