Biel bað Timberlake að biðjast afsökunar

Jessica Biel og Justin Timberlake.
Jessica Biel og Justin Timberlake. AFP

Leikkonan Jessica Biel bað eiginmann sinn Justin Timberlake að biðjast opinberlega afsökunar eftir að hann sást halda í hönd mótleikkonu sinnar á bar. 

Samkvæmt heimildarmanni Us Weekly fannst Biel atvikið vandræðalegt fyrir sig og vildi að hann myndi taka ábyrgð á gjörðum sínum. 

Timberlake sendi út opinberlega afsökunarbeiðni til eiginkonu sinnar í færslu á Instagram í síðustu viku. Afsökunarbeðnina sendi hann í kjölfar þess að myndir náðust af honum á djamminu í New Orleans þar sem hann hélt í hönd mótleikkonu sinnar Alishu Wainwright. 

Heimildarmaðurinn segir að þrátt fyrir að skandallinn hafi valdið nokkru fjaðrafoki standi þau hjónin saman í blíðu og stríðu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í augu við staðreyndir. Góðar fréttir frá fjarlægum slóðum gætu létt lífið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í augu við staðreyndir. Góðar fréttir frá fjarlægum slóðum gætu létt lífið.