Tobba um systurmissinn: „Þetta er bara svarthol“

Tobba Marinósdóttir missti systur sína 2016.
Tobba Marinósdóttir missti systur sína 2016. mbl.is/Árni Sæberg

Tobba Marinósdóttir prýðir forsíðu Mannlífs í dag. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars systurmissinn en hún missti litlu systur sína 2016. 

„Við vorum fjögur systkinin,“ segir hún og það dimmir dálítið yfir henni. „Ég á bróður sem er þremur árum eldri en ég og litla systur sem er 25 ára og býr í Bretlandi. Ég er einmitt að flytja hana inn í þessari viku svo hún geti passað börnin á meðan við mamma erum hérna í granólaframleiðslunni því ég er auðvitað bara eins og sjómannskona í desember. Ég átti eina systur í viðbót, Regínu, sem var næstyngst, en hún lést í maí 2016,“ segir Tobba í viðtali við Mannlíf. 

Tobba Marinós er gift Karli Sigurðssyni.
Tobba Marinós er gift Karli Sigurðssyni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Ég er eiginlega ekki komin á þann stað að geta rætt það,“ segir hún hreinskilnislega. „Þetta er eitthvað sem maður er enn þá að vinna úr og langt í það að ég geti mikið rætt það. En ég get sagt að síðan hún dó er lífið verra og verður verra og maður sjálfur verri. Það er eiginlega engin leið til að lýsa því, þetta er bara svarthol. Sumir dagar ganga betur en aðrir en stundum er maður alveg ónýtur. Mér finnst svo skrýtið hvað fólk virðist eiga erfitt með að skilja það. Ekkert mjög löngu eftir að systir mín dó var fólk farið að spyrja hvort mamma og pabbi væru eitthvað að koma til. Eins og þau hefðu fengið flensu. Það er alveg sturlað.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav