Systir George Michael látin

Systir George Michael féll frá þremur árum eftir andlát hans.
Systir George Michael féll frá þremur árum eftir andlát hans. AFP

Melanie Panayiotou, systir tónlistarmannsins George Michael, er látin 55 ára að aldri. Panayiotou lést á jóladag, þremur árum upp á dag eftir að bróðir hennar lést. BBC greinir frá. 

Fjölskylda hennar staðfesti í tilkynningu að Panayiotou hefði orðið bráðkvödd en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um andlát hennar. 

George Michael lést á jóladag árið 2016 á heimili sínu í Goring-on-Thames í Oxfordshire.

Panayiotou tjáði sig um jólamyndina Last Christmas sem byggð er á tónlist bróður hennar, en myndin kom út núna fyrir jólin. „Við fjölskyldan vonum að þið njótið þess að horfa á myndina og njótið tónlistar George sem er fallega samtvinnuð við ævintýri um ást og sjálfsást,“ sagði hún.

Móðir þeirra systkina, Lesley, lést árið 1997 en faðir þeirra Kyriacos, betur þekktur sem Jack, er enn á lífi sem og elsta systir þeirra Yioda sem er 57 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes