Saga Jókersins veitti Hildi innblástur

Hildur Guðnadóttir var að vonum himinlifandi eftir verðlaunaafhendinguna í nótt.
Hildur Guðnadóttir var að vonum himinlifandi eftir verðlaunaafhendinguna í nótt. AFP

„Ég hef klárlega tekið eftir smá þreytu á síðasta áratugnum þegar kemur að því að treysta konum fyrir þessum stærri verkefnum,“ sagði Hildur Guðnadóttir, tónskáld sem vann til Golden Globe-verðlaunanna í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, í samtali við blaðamenn eftir verðlaunaafhendinguna.

„Ég trúi því þó að ég hafi notið góðs af allri þeirri vitundarvakningu sem farið hefur fram innan greinarinnar á síðustu árum, hvað varðar stöðu kvenna innan hans. Ég held að fólk sé núna aðeins opnara gagnvart því að treysta konum.“

Hildur er fyrsta konan sem hefur unnið til Golden Globe fyrir bestu tónlist einsömul og önnur konan sem unnið hefur til verðlaunanna í nítján ár. 

Í ræðu sinni þakkaði Hildur mörgum í kringum sig, þar á meðal umboðsmanni sínum og fjölskyldu en sérstakar þakkir færði hún aðalleikara Jókersins, Joaquin Phoenix. 

„Takk fyrir að auðvelda mér vinnuna Joaquin með þessari stórbrotnu og ótrúlegu frammistöðu.“

Vildi ekki verða fyrir áhrifum

Blaðamenn spurðu Hildi hvort hún hafi sótt innblástur í þemu einhverra fyrri kvikmynda með persónu Jókersins þegar hún samdi sína eigin tónlist.

„Ég held að saga persónunnar hafi veitt mér mikinn innblástur og það að alast upp með þessa frábæru frammistöðu Jókersins fyrir augunum. Ég vildi þó ganga úr skugga um að ég yrði ekki fyrir áhrifum af fyrri tónlist myndanna. Það er alltaf svolítið hættulegt þegar þú ferð að vísa í önnur verk þegar þú ert að grafa ofan í persónu. Ég horfði vísvitandi ekki á eða hlustaði á aðra tónlist sem tengist Jókernum,“ sagði Hildur við þeirri spurningu blaðamanna. 

Tónsmíðar í tuttugu ár

Hildur hefur áður unnið til fjölda verðlauna, hún hlaut til að mynda Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl. Blaðamönnum þótti hún hafa komið hratt inn á sjónarsviðið og unnið til margra verðlauna og spurðu hana því hvernig það hefði eiginlega gerst. 

Hildur svaraði því til að hún hefði stundað tónsmíðar í tæp tuttugu ár en vissi ekki alveg hvers vegna allt hefði farið af stað hjá henni á síðustu árum. 

„Þetta er búið að vera fallegt ár og það var ótrúlegt að fá bæði þessi tækifæri samtímis. Þau voru svo ólík og mögnuð.“

Frétt Hollywood Reporter

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes