Búa ekki saman og sambandið betra fyrir vikið

Gillian Anderson býr ekki með kærastanum sínum.
Gillian Anderson býr ekki með kærastanum sínum. Araya Diaz

Leikkonan Gillian Anderson segir að ef hún og kærasti hennar Peter Morgan byggju saman myndi sambandið eflaust renna út í sandinn. 

Anderson segir í viðtali við The Sunday Times Style-tímaritið að mikil sköpunargáfa sé í kringum nútímasambönd og að þau líti ekki öll eins út. 

Hún segir það vera gott fyrir hana og Morgan að búa ekki saman. „Ef við byggjum saman þá yrðu það endalok okkar. Þetta virkar svo vel eins og það er, það er svo sérstök stund þegar við hittumst,“ sagði Anderson. 

Anderson á þrjú börn og segir þetta fyrirkomulag vera fullkomið fyrir móðurhlutverkið. Þá getur hún verið algjörlega verið til staðar með börnum sínum þegar þau eru hjá henni. 

„Það er spennandi. Við ákveðum hvenær við viljum vera saman. Það er ekkert sem bindur okkur saman, ekkert sem veldur áhyggjum yfir því hvernig við ættum að hætta saman,“ segir Anderson og bætir við að það sé góð tilfinning að sakna hans og langa til að vera með honum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Gættu þess bara að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Gættu þess bara að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.