Skilja 2 mánuðum eftir brúðkaupstilkynningu

Lena Waithe.
Lena Waithe. AFP

Handritshöfundurinn og leikkonan, Lena Waithe, og eiginkona hennar Alana Mayo hafa ákveðið að skilja að því fram kemur á vef E!. Fréttirnar koma töluvert á óvart en aðeins eru um tveir mánuðir síðan þær tilkynntu að þær hefðu gift sig í leyni. 

Segja hjónin að þær hafi hugsað vel um ákvörðun sína en að lokum ákveðið að halda  í sína áttina. Segjast þær styðja hvor aðra en biðja um að fá næði til að vinna úr málunum.  

Konurnar tilkynntu um trúlofun sína árið 2017. Í nóvember 2019 sagði Waithe tónlistarmanninum John Legend frá giftingu þeirra í spjallþætti Ellenar DeGeneres. Sagði Waithe að þær hefðu gift sig í San Fransisco. 

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið síðan í nóvember þar sem Waithe greinir frá brúðkaupinu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.