Boðið að gerast fylgdardömur í gegnum Instagram

Tyne-Lexy Clarson og Rosie Williams hafa báðar fengið gylliboð frá …
Tyne-Lexy Clarson og Rosie Williams hafa báðar fengið gylliboð frá karlmönnum á Instagram. Samsett mynd

Fyrrverandi raunveruleikastjörnurnar Rosie Williams og Tyne-Lexy Clarson segja að þeim hafi báðum verið boðnar háar upphæðir fyrir að gerast fylgdardömur.

Clarson, 22 ára, og Williams, 28 ára, öðluðust mikla frægð fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþáttunum Love Island sem nú eru sýndir í Sjónvarpi Símans. 

Í viðtali við Victoria Derbyshire Show segjast þær báðar hafa fengið boð um starf í fylgdarþjónustu eftir að þær komu fram í þáttunum. Boðin bárust þeim í gegnum Instagram. 

Williams voru boðnar 16 millónir íslenskra króna í árslaun fyrir að vera fylgdarkona manns í Dubai. 

Clarson var aðeins 19 ára gömul þegar hún fékk boð um að fara út að borða með karlmanni. Hann vildi greiða henni 20 þúsund pund fyrir kvöldið eða um 3,2 milljónir íslenskra króna. 

Clarson segir þessi boð um fylgdarþjónustu vera ekki neitt annað en „dýrt vændi“ og finnst það ógnvænleg tilhugsun að fyrst hún hafi fengið þessi skilaboð hljóti fjöldi annarra fallegra kvenna að hafa fengið sambærileg skilaboð á Instagram. 

Hún segir að eftir að hún tók þátt í Love Island hafi umboðsskrifstofan hennar boðið henni 50 þúsund pund fyrir að eyða fimm nóttum í Dubai. Hún hefði þurft að skrifa undir þagnareið til að fá greitt. Hún neitaði tilboðinu. 

Báðar raunveruleikastjörnurnar segjast hafa neitað öllum tilboðum sem þær hafi fengið og að þessi tilboð heilli þær ekki. Þær benda á að þessi þróun geti verið hættuleg fyrir yngri og óreyndari áhrifavalda á Instagram sem finni fyrir pressu til að sýna frá glamúrlífsstíl sínum á samfélagsmiðlinum. 

„Þetta er mjög mikill peningur fyrir marga, peningur sem getur breytt lífi fólks,“ sagði Williams og bætti við að þetta sé vandamál sem raunveruleikastjörnur séu ekki undirbúnar fyrir. 

„Það er búið að vara þig við nettröllum, það er búið að vara þig við að líf þitt mun breytast mikið en það er ekki búið að vara þig við að karlmaður gæti reynt að kaupa þig,“ segir Williams.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes