Ísland í seinni undanriðli Eurovision

Ísland tekur þátt í seinni undanriðli Eurovision í Rotterdam í …
Ísland tekur þátt í seinni undanriðli Eurovision í Rotterdam í maí. Ljósmynd/Eurovision.tv

Ísland verður í seinni undanriðli í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í maí. Dregið var í riðla í ráðhúsinu í Rotterdam  dag og fer framlag Íslands á svið í fyrri hluta seinni undanriðilsins 14. maí. 

18 þjóðir verða í seinni riðlinum en 17 í þeim fyrri, sem fram fer þriðjudagskvöldið 12. maí. Úrslitakvöld Eurovision er svo laugardagskvöldið 16. maí. 



Þjóðirnar sem taka þátt í fyrri hluta seinni undanriðilsins 14. maí, ásamt Íslandi, eru: 

  • Austurríki
  • Moldóva
  • Pólland
  • San Marínó
  • Serbía
  • Ísland
  • Tékkland
  • Grikkland
  • Eistland

Þjóðirnar sem taka þátt í seinni hluta seinni undanriðilsins eru: 

  • Danmörk
  • Búlgaría
  • Sviss
  • Finnland
  • Armenía
  • Lettland
  • Georgía
  • Portúgal
  • Albanía

Þjóðirnar sem taka þátt í fyrri hluta fyrri undanriðilsins, 12. maí, eru: 

  • Norður-Makedónía
  • Hvíta Rússland
  • Litháen
  • Svíþjóð
  • Slóvenía
  • Ástralía
  • Írland
  • Rússland

Þjóðirnar sem taka þátt í seinni hluta fyrri undanriðilsins eru:

  • Noregur
  • Kýpur
  • Króatía
  • Aserbaídjan
  • Malta
  • Ísrael
  • Úkraína
  • Rúmenía 
  • Belgía
Fyrri undanriðill Eurovision fer fram 12. maí.
Fyrri undanriðill Eurovision fer fram 12. maí. Ljósmynd/Eurovision.tv

Tíu þjóðir komast áfram í hvorum riðli og alls taka 26 þjóðir þátt í úrslitakvöldinu 16. maí. 

Í dag var einnig ákveðið í hvorum undanriðlinum þjóðirnar fimm sem eiga fast sæti á úrslitakvöldinu, auk gestgjafanna, greiða atkvæði. Frakkland, Spánn og Bretland munu greiða atkvæði í seinni undanriðlinum, þegar Ísland tekur þátt, en Þýskaland, Ítalía og Holland í þeim fyrri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson