Fékk kvíðakast í beinni útsendingu

Meghan Trainor fékk kvíðakast í beinni útsendingu.
Meghan Trainor fékk kvíðakast í beinni útsendingu. KEVORK DJANSEZIAN

Tónlistarkonan Maghan Trainor fékk kvíðakast þegar hún var að tilkynna tilnefningar til Grammy-verðlaunanna árið 2017 í beinni útsendingu. Hún skalf á beinunum og þegar útsendingunni lauk brotnaði hún niður og grét hástöfum. 

Trainor sjálf vann Grammy-verðlaun áður en hún þurfti að draga sig í hlé eftir þessa upplifun og huga að andlegri heilsu sinni. Í hlaðvarpinu Apple Music Beats 1 sagði hún frá upplifun sinni. „Ég var að lesa tilnefningarnar til Grammy-verðlaunanna árið eftir að ég vann og ég skalf og hugsaði „Ekki detta í sjónvarpinu núna. Við erum í beinni útsendingu“ og um leið og þau kölluðu „cut“ brotnaði ég saman og byrjaði að öskurgráta og gat ekki andað. Stuttu seinna var ég tekin í burtu,“ segir Trainor. 

Hún átti að lesa fleiri tilnefningar en stjórnendur ákváðu að leggja ekki meira á hana. „Það var af því að það voru margir, ég get ekki sagt hverjir, búnir að segja við mig að ef ég myndi hætta við þessa 30 mínútna útsendingu myndu þau aldrei spila Meghan Trainor aftur. Þannig að það var allt í spilunum fyrir mig. Ég var komin með Grammy-verðlaun, ég var búin að láta drauma mína rætast, og þau hótuðu að taka það allt í burtu,“ sagði Trainor. 

Trainor viðurkennir að hún hafi unnið of mikið fram að þessu og átti í erfiðleikum með röddina því hún var búin að syngja of mikið. Að lokum gafst hún upp andlega og líkamlega og var lögð inn á sjúkrahús. Það var þá sem hún áttaði sig á því að hún þyrfti að hugsa betur um sjálfa sig. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.