Annar skilnaður skekur bresku konungsfjölskylduna

Annar skilnaður skekur nú bresku konungsfjölskylduna.
Annar skilnaður skekur nú bresku konungsfjölskylduna. AFP

Frændi Elísabetar Englandsdrottningar, David Armstrong-Jones jarl af Snowdon, og eiginkona hans Serena hafa tilkynnt um skilnað sinn. BBC greinir frá.

David Armstrong-Jones er sonur Margrétar prinsessu, systur Elísabetar, og ljósmyndarans Anthony Armstrong-Jones. Hann er 21. í erfðaröðinni að krúnunni.  

Hann og Serena hafa verið gift í 26 ár og eiga tvö börn. Fregnirnar koma aðeins tæpri viku eftir að tilkynnt var um að sonur Önnu prinsessu, Peter Phillips, og eiginkona hans Autumn tilkynntu um skilnað sinn.

Foreldrar hans, Margrét prinsessa og Antony Armstrong-Jones, á brúðkaupsdaginn sinn.
Foreldrar hans, Margrét prinsessa og Antony Armstrong-Jones, á brúðkaupsdaginn sinn. mbl.is
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér. Farðu varlega í undirritun skjala, lestu smáa letrið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér. Farðu varlega í undirritun skjala, lestu smáa letrið.