Birta óbirta Instagram-færslu Flack eftir dauða hennar

Caroline Flack fannst látin á heimili sínu á laugardaginn síðasta.
Caroline Flack fannst látin á heimili sínu á laugardaginn síðasta. AFP

Fjölskylda sjónvarpskonunnar Caroline Flack hefur birt færslu sem hún skrifaði nokkrum dögum áður en hún fannst látin á heimili sínu á laugardaginn síðasta. Flack hafði skrifað færsluna og sent móður sinni en ráðgjafar ráðlögðu henni að birta færsluna ekki.

Flack er talin hafa tekið sitt eigið líf.

Hún átti að koma fyrir dómara eftir nokkrar vikur þar sem mál hennar yrði tekið fyrir. Kærasti hennar, Lewis Burton, höfðaði mál gegn henni og ásakaði hana um að hafa beitt hann ofbeldi. Flack neitaði ásökununum.

Hin fertuga Flack skrifaði í færslu sinni að heimur hennar hafi hrunið þegar hún var handtekin í desember síðastliðnum. Henni var gert að hætta öllum samskiptum við Burton þangað til búið væri að taka málið fyrir. Fyrirtakan átti að hefjast í mars. 

Færslan var birt í Eastern Daily Press. Í viðtali við blaðið sagði móðir hennar, Chris Flack, að þau fjölskyldan vildu að fólk læsi færsluna. „Það voru svo margar lygar í umræðunni en svona leið henni og okkur langar til að fólk lesi hennar eigin orð,“ sagði móðir hennar. 

Óbirt færsla hennar í heild sinni: 

„Að vera handtekinn fyrir líkamsárás getur verið fyrir fullt af fólki ýkt leið til að öðlast andlega hugljómun en fyrir mig hefur það orðið venjulegt. Ég hef frestað mörgu sem veldur stressi í mínu lífi, allt mitt líf. Ég hef samþykkt skömmun og eitraðar skoðanir um líf mitt síðastliðinn áratug og hef alltaf sagt að það sé hluti af starfi mínu. Engar kvartanir.

Vandamálið við að sópa hlutum undir teppið er að þeir eru þarna enn þá og einn daginn mun einhver lyfta teppinu og manni mun finnast það vandræðalegt og skammast sín.

Þann 12. desember 2019 var ég handtekin fyrir líkamsárás á kærastann minn. Innan 24 tíma hafði heimur minn og framtíð hrunið og allir veggirnir sem ég hafði eytt svo miklum tíma í að byggja kringum mig brotnuðu. Allt í einu stend ég á allt öðru sviði og allir eru að horfa á mig. 

Ég hef alltaf axlað ábyrgð á því sem gerði þetta kvöld. Jafnvel sama kvöld. En sannleikurinn er sá... að þetta var slys.

Ég hef verið að brotna niður andlega lengi. En ég er EKKI manneskja sem beitir maka sinn heimilisofbeldi. Við rifumst og það varð slys. Slys. Blóðið sem einhver SELDI til dagblaðs var MITT blóð og það var mjög sorglegt og mjög persónulegt. 

Ástæðan fyrir því að ég er að tjá mig í dag er að fjölskyldan mín þolir ekki meira. Ég missti vinnuna mína. Heimilið mitt. Getu mína til að tala. Og sannleikurinn hefur verið tekinn úr höndum mínum og notaður sem skemmtiefni. 

Ég get ekki eytt öllum dögum í felum og látið segja mér að segja ekki neitt við neinn. 

Mér finnst svo leiðinlegt að fjölskyldan mín og vinir hafi þurft að ganga í gegnum þetta. 

Ég er ekki að hugsa um hvernig ég get fengið starfsferil minn aftur. Ég er að hugsa um hvernig ég get endurheimt líf mitt og fjölskyldu minnar aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren