Viðurkennir brjóstastækkun í fyrsta sinn

Chrissy Teigen fór í brjóstastækkun þegar hún var tvítug en …
Chrissy Teigen fór í brjóstastækkun þegar hún var tvítug en síðan þá hefur hún eignast tvö börn. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen opnar sig um brjóstastækkun sem hún fór í þegar hún var tvítug í nýjasta tölublaði Glamour. Er þetta í fyrsta skipti sem hin 34 ára gamla fyrirsæta opnar sig um aðgerðina. 

Teigen segist hafa farið í aðgerðina til þess að líta betur út í sundfötum en hún hóf ferilinn sem sundfatafyrirsæta. Sem sundfatafyrirsæta þurfti hún að liggja á bakinu fyrir framan myndavél og var markmiðið að brjóstin litu vel út í stellingunni. Hún segist ekki hafa farið upp um skálastærð með aðgerðinni heldur látið gera brjóstin stinnari og hringlaga. 

Teigen á tvö börn með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Legend. 

„Svo eignast þú börn og brjóstin verða full af mjólk og vindlaus og nú er ég í vondum málum,“ segir Teigen sem vill fyllinguna úr líkama sínum. Hún segir að það eigi að skipta um fyllingu á tíu ára fresti en vegna barneigna hafi hún ekki viljað fara í aðgerðina. Hún vildi ekki eiga það á hættu að deyja í skurðaðgerð á brjóstum. 

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.