Hætt með löggunni eftir stutt samband

Lana Del Rey og Sean Larkin eru bara vinir.
Lana Del Rey og Sean Larkin eru bara vinir. AFP

Tónlistarkonan Lana Del Rey er hætt með kærasta sínum, lögreglumanninum Sean Larkin. Larkin sem er bæði lögreglumaður og raunveruleikastjarna staðfesti sambandsslitin í viðtali við The New York Times. 

Parið kynntist síðasta haust og var Del Rey fljót að staðfesta sambandið opinberlega. Larkin mætti með henni á Grammy-verðlaunin í janúar en nú er allt búið. „Akkúrat núna erum við bara vinir,“ sagði Larkin í viðtalinu. „Við tölum enn saman og svona, við höfum bara mjög mikið að gera akkúrat núna.“

Larkin og Del Rey unnu bæði mikið og bjuggu ekki í sömu borginni í Bandaríkjunum. Tíminn sem þau höfðu hvort fyrir annað var því af skornum skammti en þegar þau voru saman voru þau bara venjulegt par að sögn Larkins. 

Lana Del Rey og Sean Larkin saman í lok janúar.
Lana Del Rey og Sean Larkin saman í lok janúar. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.