Sökkti sér í áfengið eftir Harry Potter

Daniel Radcliffe.
Daniel Radcliffe. AFP

Leikarinn Daniel Radcliffe segir að hann hafi byrjað að drekka mikið magn af áfengi þegar tökum á lokakvikmyndinni um Harry Potter var að ljúka. Eftir að tökum lauk hélt hann drykkjunni áfram. 

Í viðtali við Desert Island Discs segir Radcliffe að hann hafi ekki vitað hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur næst. „Ég held að drykkjan hafi aukist við lokin á Potter, og í svolítinn tíma eftir að þessu lauk. Ég fann fyrir ofsahræðslu og vissi ekki hvað ég átti að gera næst, og var ekki nógu sjálfsöruggur til að vera edrú,“ sagði Radcliffe. 

Hann var aðeins 11 ára gamall þegar hann landaði aðalhlutverkinu í Harry Potter-kvikmyndunum árið 2000. Hann hefur áður talað um að honum fannst hann ekki eiga skilið að fá svona stórt hlutverk þegar hann var svo ungur. 

„Alltaf þegar ég geng inn á fyrstu æfinguna hugsa ég „Allir hér halda að ég sé bara hérna af því ég var Harry Potter og að stórum hluta hafa þau rétt fyrir sér,“ sagði Radcliffe.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.