Kyssti ekki konuna sína fyrstu sex vikurnar

Hilaria Baldwin og Alec Baldwin.
Hilaria Baldwin og Alec Baldwin. AFP

Leikarinn Alec Baldwin hljóp í skarðið fyrir Ellen DeGeneres í vikunni. Eiginkona hans, Hilaria Baldwin, kom í heimsókn og upplýsti áhorfendur um ýmislegt í sambandi þeirra. Hún greindi meðal annars frá því að leikarinn hefði ekki kysst sig fyrstu sex vikurnar í sambandi þeirra.

„Ég ætla að kvænast þér. Ég ætla að eyða því sem eftir er lífsins með þér. Við ætlum að eignast fullt af börnum,“ sagði frú Baldwin að eiginmaður sinn hefði sagt við sig þegar þau voru að byrja að hittast. „Og svo tók hann í höndina á mér í lok kvöldsins.“

Alec Baldwin er 61 árs en Hilaria Baldwin 36 ára. Þau eiga saman fjögur börn svo leikarinn hefur staðið við sitt. Í þættinum svöruðu þau spurningum frá áhorfendum og sögðu að það væri mikilvægt að fólk gæfi sér tíma til að stunda kynlíf. Benti Hilaria Baldwin einnig á að hún væri ekki bara eiginkona og barnsmóðir leikarans heldur einnig kærasta hans. 

Hér fyrir neðan má sjá innslagið með Baldwin-hjónunum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.