Kántrístjarna lést af völdum kórónuveirunnar

Joe Diffie.
Joe Diffie. AFP

Grammy-verðlaunahafinn Joe Diffie er látinn af völdum öndunarfærasjúkdómsins COVID-19, 61 árs að aldri. Diffie var vinsæll tónlistarmaður í Bandaríkjunum á 10. áratug síðustu aldar. 

Tilkynnt var um andlát Diffies á facebooksíðu hans, en hann lést fyrr í dag. Aðeins eru tveir dagar síðan Diffie tilkynnti að hann hefði sýkst af kórónuveirunni og að hann væri undir læknishöndum. 

„Ég og fjölskylda mín biðjum um næði á þessum erfiðu tímum. Við viljum minna almenning og aðdáendur mína á að sýna baráttuhug og varkárni á tímum þessa heimsfaraldurs,“ sagði Diffie í tilkynningu sinni á föstudaginn. 

Diffie var fæddur og uppalinn í Oklahoma og gaf út fjölmörg lög sem náðu miklum vinsældum á tíunda áratugnum, meðal annars Pickup Man, Prop Me Up Beside the Jukebox og John Deere Green. 

Hann gaf út sína fyrstu hljómplötu, A Thousand Winding Roads, árið 1990 en á þeirri plötu mátti meðal annars finna smellinn Home. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason