Hvetur fólk til þess að prjóna Ölmu

Fanney Sif bjó til uppskrift að borðklút.
Fanney Sif bjó til uppskrift að borðklút. Ljósmynd/Aðsend

Fanney Sif Gísladóttir hefur alltaf prjónað mikið og hefur prjónaskapurinn bara aukist eftir að samkomubann skall á. Hún hvetur nú fólk til þess að prjóna burt veiruna og bjó til uppskrift að borðklútnum Ölmu. 

Fólk gerir ýmislegt til þess að fæla kórónuveiruna burt. Fanneyju datt í hug að sniðugt væri að prjóna veiruna burt rétt eins og fólk reynir að syngja hana burt. Hún ákvað því að stofna facebookhópinn Prjónum burt veiruna.   

Þegar borðklúturinn er tilbúinn hvetur Fanney fólk til þess að gefa hann. Hún segir marga vera að gera góðverk núna. Fólk að gleðja vini og fjölskyldu og fólk sem er í sóttkví. Það er því tilvalið að gleðja með heimaprjónuðum borðklútum. 

Fanney segir gott að grípa í prjóna þegar lítið er um að vera. 

„Það er svo róandi að prjóna. Það er gott að geta sest niður og tekið upp prjóna. Þetta er hugleiðsla,“ segir Fanney um prjónaskapinn og bendir á að uppskriftin að borðklútnum Ölmu sé einföld. „Það þarf ekki að hugsa mikið. Flestir geta prjónað þetta.“

Sjálf segist Fanney hafa aðeins meiri tíma til þess að prjóna núna en oft áður. Hún er meira heima auk þess sem hún rekur gistiheimili á Patreksfirði sem átti að opna 10. apríl en ekkert verður úr því í bili.

Uppskriftin að borðklútnum heitir Alma eins og Alma Möller landlæknir. 

„Mér finnst hún koma vel fyrir og hún er glæsileg kona,“ segir Fanney um Ölmu landlækni. Aðpurð segist Fanney ekki vera búin að hanna Þórólf og Víði. Hún skorar hins vegar á hugmyndaríka prjónara að hanna prjónauppskriftir að Þórólfi og Víði og deila þeim með fólki.

„Ég hvet allar prjónakonur og -karla til þess  taka upp prjónana,“ segir Fanney að lokum. 

Borðklúturinn Alma.
Borðklúturinn Alma.

Uppskrift

Garn: Bómullargarn frá Söstrene Grene eða annað bómullargarn.
Litur að eigin vali.

Prjónn: Hringprjónn nr. 3,5

Munstur
Fitjið upp 71 lykkju
Umferð 1 = Prjónið tvær sléttar og eina brugðna lykkju út umferðina
Umferð 2 = Prjónið tvær sléttar og eina brugðna út umferðina

Endurtakið þangað til borðklúturinn mælist 18 cm. 

Prjónið gataumferð.

Prjónið tvær sléttar, sláið bandinu upp á prjóninn, prjónið tvær saman, endurtakið út umferðina

Prjónið fimm umferðir munstur og fellið af í sjöttu umferðinni

Gangið frá endum. 

Skemmtilegt er að birta myndir af tilbúnum borðklútum á facebooksíðunni Prjónum burt veiruna. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav