Gettu hver var eini gesturinn á tónleikum Skímó?

Birgitta Haukdal tók lagið með Skítamóral.
Birgitta Haukdal tók lagið með Skítamóral. Ljósmynd/Mummi

Hljómsveitin Skítamórall bauð upp á heimatónleika í beinni útsendingu á RÚV 2 og RÁS 2 á föstudagskvöldið frá Eldborgarsviði Hörpu. Tónleikarnir voru hálfgerður undirbúningur fyrir tónleika sveitarinnar sem til stóð að halda hinn 9. maí næst komandi en verða haldnir hinn 16. júní eftir að ákveðið var að framlengja samgöngubannið.

Strákarnir léku á als oddi og spiluðu hvern smellinn á fætur öðrum úr umfangsmiklu safni vinsælla laga sinna.

Birgitta Haukdal kom og tók tvö lög með strákunum og geislaði að vanda. Þá kom Viktor Hólm Jónmundarson, frægasti og farsælasti sviðsmaður og rótari bransans í dag, en hann steig sínu fyrstu skref með Skítamóral fyrir um það bil 22 árum og tók eitt lag með strákunum sem var svokallaðað „falið“ lag á diskinum Nákvæmlega árið 1998. 

Á tónleikunum mátti sjá að Skítamórall hefur engu gleymt á þeim 30 árum síðan hún var stofnuð í Gagnfræðaskólanum á Selfossi 1989. Ekki bara voru drengirnir í fantaspilaformi heldur virðast þeir halda sér vel við og má vart á milli sjá hvort þeir eru flottari í dag eða fyrir 20 árum. 

Eini gesturinn á tónleikunum var Mummi ljósmyndari sem á heiðurinn af myndunum sem fylgja þessari frétt.

Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
Ljósmynd/Mummi
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.