Varð virkilega hrædd þegar hún veiktist

Pink var mjög hrædd þegar þau veiktust.
Pink var mjög hrædd þegar þau veiktust. FREDERIC J. BROWN

Tónlistarkonan Pink segir að hún hafi verið virkilega hrædd þegar hún og sonur hennar Jameson veiktust af kórónuveirunni. Jameson litli er 3 ára gamall og segir Pink að hann hafi verið mun veikari en hún.

Pink greindi frá því um helgina að hún og sonur hennar hefðu farið að sýna einkenni fyrir nokkrum vikum. Þau hafi svo farið í sýnatöku og greinst með veiruna.

Í beinni á útsendingu á Instagram með vinkonu sinni sagði Pink að hún hefði aldrei beðið jafn oft til Guðs og þessa nokkra daga sem þau voru veik. „Ég grét margar nætur og ég hef aldrei beðið til Guðs jafn mikið og þessar nætur. Þetta er fyndið, því á einhverjum tímapunkti lofuðu þau okkur að börnin okkar myndu ekki veikjast. Það engin trygging fyrir því. Það er enginn óhultur fyrir þessari veiru,“ sagði Pink. 

Eiginmaður Pink og dóttir þeirra veiktust ekki, en sonur Pink er enn veikur. Þau eru þó bæði á batavegi en Pink hefur glímt við astma frá barnsaldri.

„Jameson er búinn að vera mjög, mjög veikur. Ég hef haldið dagbók síðustu þrjár vikur um einkenni hans og einnig mín. Hann er enn með hita, þremur vikum seinna. Þetta hefur verið rússíbanareið fyrir okkur bæði, en Carey og Willow eru fullkomlega hraust,“ sagði Pink.

Pink ásamt eiginmanni sínum og börnum tveimur. Jameson litli veiktist …
Pink ásamt eiginmanni sínum og börnum tveimur. Jameson litli veiktist líka en Willow og Carey Hart veiktust ekki. AFP
mbl.is

Kórónuveiran

1. júní 2020 kl. 13:23
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Ekki óttast neikvætt umtal, þú veist sannleikann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Ekki óttast neikvætt umtal, þú veist sannleikann.