„Í Danmörku er ég fædd“

Margrét Þórhildur Danadrottning á afmæli í dag en varð að …
Margrét Þórhildur Danadrottning á afmæli í dag en varð að aflýsa afmælisveislunni. SCANPIX DENMARK

Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar áttræðisafmæli í dag, 16. apríl. Hatíðarhöldum var aflýst en drottningin vaknaði þó við morgunsöng á afmælisdaginn og er sögð ætla að borða með sonum og tengdadætrum í tilefni afmælisins.  

„Í Danmörku er ég fædd,“ söng hópur fólks fyrir drottninguna strax í morgun. Drottningin fylgdist með af svölum inni í Fredensborgarhöll í náttslopp. Textinn er eftir H.C. Andersen og á vel við á afmælisdegi drottningarinnar. Seinna sungu Danir afmælissöngin fyrir hana en afmælisdagskrá er í danska sjónvarpinu.   

Margrét Þórhildur horfir hér á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands.
Margrét Þórhildur horfir hér á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Mar­grét Al­ex­andrine Þór­hild­ur Ingrid, eins og hún heit­ir fullu nafni, fæddist árið 1940. Nafnið Þórhildur kemur frá Íslandi en afi hennar var kóngur yfir Íslandi þegar hún fæddist. Þegar Margrét Þórhildur fæddist leit ekki út fyrir að hún yrði drottning þar sem lög gerðu ráð fyrir að ríkisarfinn væri karlmaður. Margrét Þórhildur eignaðist tvær systur og allt leit út fyrir að Knútur frændi hennar myndi erfa krúnuna. Þegar Margrét Þórhildur var 13 ára var lögunum breytt og örlög Margrétar voru ljós. 

Margrét Þórhildur hlaut góða menntun, gekk í menntaskóla, fór í heimavistarskóla til Englands og stundaði háskólanám. List er hins vegar hin stóra ástríða Danadrottningar. Teikningar hennar voru valdar fyrir útgáfu útgáfu Hringadrottinssögu á dönsku og var það höfundurinn sjálfur J.R.R. Tolkien sem valdi myndirnar sem voru sendar inn undir dulnefni. Hún hefur einnig hannað búninga fyrir Konunglega danska ballettinn. Þrátt fyrir listfengi sitt er Margrét Þórhildur ekki síst þekkt fyrir keðjureykingar sínar en þó hefur dregið úr þeim síðastliðin ár, að minnsta kosti á opinberum viðburðum. 

Hinrik og Margrét Þórhildur á svölum Amalíuborgar á 76 ára …
Hinrik og Margrét Þórhildur á svölum Amalíuborgar á 76 ára afmæli drottningar. AFP

Margrét Þórhildur gekk að eiga Hinrik eiginmann sinn 10. júní árið 1967. Hinrik lést árið 2018. Ell­efu mánuðum eft­ir að þau giftu sig fædd­ist svo Friðrik prins. Ári síðar kom Jóakim prins í heim­inn. Litla fjöl­skyld­an sett­ist að í Amalíu­borg.

Friðrik kon­ung­ur, faðir Mar­grét­ar, lést árið 1972 og þá var hún gerð að drottn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg